Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ljósanótt sett með fjölmenningarhátíð
Þriðjudagur 31. ágúst 2004 kl. 10:05

Ljósanótt sett með fjölmenningarhátíð

Ljósanótt 2004 verður sett á fimmtudaginn 2. september kl. 13:00 og hefst dagskráin á fjölmenningarhátíð. Árni Sigfússon bæjarstjóri mun setja hátíðina formlega við Myllubakkaskóla og hefst hún með fjölmenningarhátíð þar sem grunnskólabörn í Reykjanesbæ munu taka þátt.

Markmið hátíðarinnar er að íbúar Reykjanesbæjar af erlendum uppruna verði virkir og sjálfbjarga þátttakendur í samfélaginu. Það er einnig markmið hátíðarinnar  að aðrir íbúar fái notið fjölbreytni í mannlífi og menningu þar sem þekking, víðsýni, jafnrétti og gagnkvæm virðing einkenna samskipti fólks af ólíkum uppruna.

Fram koma tónlistarmennirnir German Hlopin ásamt nemendum úr Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og trumbuleikarinn Akim leikur fyrir gesti.
Allir eru boðnir velkomnir á opnunarhátíðina en einnig verður boðið upp á fjölmenningalega dagskrá á laugardeginum m.a. matarsmökkun, Tai Kwondo, tónlistaratriði og dans.

Myndin: Frá Ljósanótt 2003.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024