Ljósanæturútgáfa Víkurfrétta í undirbúningi
Undirbúningur er hafinn fyrir útgáfu dagskrárblaðs Ljósanætur, sem Víkurfréttir hafa gefið út árlega. Dagskrárblaðið er í A5 broti og er dreift með Víkurfréttum dagana fyrir Ljósanótt. Í blaðinu er að finna ítarlega dagskrá Ljósanætur auk auglýsinga.
Rétt að að benda á að frestur til að koma inn dagskrárliðum til birtingar í prentútgáfunni rennur út á morgun. Hægt er senda inn dagskrárliði á netfangið [email protected] eða í síma 421 6700. Eftir útrunninn frest verður eingöngu hægt að skrá dagskrárliði vef Ljósanætur, www.ljosanott.is
Sala auglýsinga í dagskrárblaðið stendur yfir. Þeir auglýsendur sem vilja tryggja sér pláss í blaðinu og í Víkurfréttum fyrir Ljósanótt er bent á að hafa samband við auglýsingadeild VF í síma 421 0000. Netfangið er [email protected]