Ljósanæturlögin 2006: Netkosning hafin
Ljósanæturlögin 2006 eru nú aðgengileg til hlustunar á vef Ljósanætur, www.ljosanott.is.
Netkosning er einnig hafin og stendur hún yfir til 25. ágúst.
Auk þess að hlusta og kjósa er hægt að lesa nánar um flytjendur og höfunda og hvað þeir hafa að segja um lögin
Diskur með lögunum tíu sem valin voru til úrslita er væntanlegur í dreifingu á næstu dögum. Það er Geimsteinn sem annast framleiðslu hans.
Mynd: Frá Ljósanótt.