Ljósalögin flutt í Íslandi í bítið
Lögin sem keppa í Ljósalagskeppninni eru flutt í Íslandi í bítið á Stöð 2. Fyrstu tvö- lögin voru flutt í morgun, en þau verða flutt tvö í senn fram á föstudag, en það kvöld fer keppnin sjálf fram í Stapa.
Sú nýbreytni er á fyrirkomulagi Ljósalagskeppninnar í ár að almenningi gefst kostur á að hlusta á lögin á vefsíðunni tonlist.is og greiða því lagi sem þeim finnst best atkvæði sitt.
Vægi atkvæðanna er 25% á móti 25% í sal í Stapanum og 50% dómnefndar og stendur atkvæðagreiðsla allt fram á föstudag.
Þar má heyra færustu söngvara og tónlistarmenn landsins flytja lög ýmissa tónlistarmanna. Á meðal flytjenda eru t.d. Hreimur úr Landi og Sonum, Ardís sem gerði garðinn frægan í Idol-Stjörnuleit og sjálfur Helgi Björnsson.
Smellið hér til að fara á tonlist.is og kjósa Ljósalagið