Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ljósalagið 2005: Þrjú lög komin í úrslit
Mánudagur 29. ágúst 2005 kl. 12:43

Ljósalagið 2005: Þrjú lög komin í úrslit

Nú hafa lögin þrjú sem komust í úrslit verið valin og þau eru Gemmér og Haustnótt í Keflavík sem bæði eru eftir Halldór Guðjónsson, en textarnir eru eftir Þorstein Eggertsson og Í alla nótt eftir Elvar Gottskálksson, en texti þess lags er eftir Val Ármann Gunnarsson. 

Eitt þessara laga mun standa uppi sem sigurvegari og verður Ljósalagið 2005 eftir að öll lögin verða flutt á útisviðinu við Hafnargötu laugardagskvöldið 3. september. Þar gefst gestum tækifæri til að kjósa með sms en einnig verður skipuð sérstök fagdómnefnd.

Lögin koma ekki út á geisladiski nema í mjög takmörkuðu upplagi hægt að kaupa alla plötuna, þ.e. lögin fimm sem komust í undanúrslit á Tónlist.is fyrir aðeins kr. 445.

Mynd/VF.is: Tónleikar á Ljósanótt

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024