Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ljósalagið 2005: Forkeppni á Stöð 2
Þriðjudagur 16. ágúst 2005 kl. 13:47

Ljósalagið 2005: Forkeppni á Stöð 2

Forkeppnin um Ljósalagið 2005 verður haldin á Stöð 2 í næstu viku. Búið er að útsetja og taka upp þau lög sem taka þátt í forkeppni Ljósalagsins 2005. Alls er um að ræða 5 lög sem valin voru úr þeim 40 lögum sem bárust í keppnina. Í forkeppninni verða 3 lög valin með símakosningu til áframhaldandi þátttöku og fer úrslitakeppnin fram á Ljósanótt laugardaginn 3. september.
„Þetta er ein besta keppnin hingað til, með mjög fjölbreyttum lögum, allt frá reggítónlist til popptónlistar. Með forkeppninni á Stöð 2 getur fólk greitt sínu uppáhalds lagi atkvæði sitt,“ sagði Guðbrandur Einarsson formaður Ljósalagsnefndar 2005.

Hægt er að hlusta á sýnishorn af lögunum á www.tonlist.is undir Nýtt efni eða hlaða þeim niður gegn greiðslu. Þeir sem eiga lög í forkeppninni eru Elvar Gottskálksson, Kalli Bjarni, Halldór Guðjónsson og Sverrir Stormsker.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024