Ljósalagið 2003: Sjötíu lög hafa borist
Sjötíu lög hafa borist í sönglagakeppnina um Ljósalagið 2003 og fleiri eru á leiðinni í pósti að sögn Valgerðar Guðmundsdóttur menningarfulltrúa Reykjanesbæjar.
Fyrir Ljósanótt í fyrra var í fyrsta sinn efnt til sönglagakeppni í tilefni Ljósanætur þar sem Ljósalagið 2002 var valið. Í ár er aftur efnt til slíkrar keppni og er leitað eftir frumsömdu lagi með íslenskum texta sem verður Ljósalag 2003.Síðasti skiladagur var í gærdag og verða tíu lög valin úr hópi innsendra verka af sérstakri fagdómnefnd. Lögin verða útsett af Jóni Ólafssyni, tónlistarstjóra keppninnar og gefin út á geisladisk í byrjun september n.k.. Föstudaginn 5. september verða öll lögin flutt í Stapanum við hátíðlega athöfn og þar verður vinningslagið valið.
VF-ljósmynd: Frá Ljósalagskeppninni í fyrra.
Fyrir Ljósanótt í fyrra var í fyrsta sinn efnt til sönglagakeppni í tilefni Ljósanætur þar sem Ljósalagið 2002 var valið. Í ár er aftur efnt til slíkrar keppni og er leitað eftir frumsömdu lagi með íslenskum texta sem verður Ljósalag 2003.Síðasti skiladagur var í gærdag og verða tíu lög valin úr hópi innsendra verka af sérstakri fagdómnefnd. Lögin verða útsett af Jóni Ólafssyni, tónlistarstjóra keppninnar og gefin út á geisladisk í byrjun september n.k.. Föstudaginn 5. september verða öll lögin flutt í Stapanum við hátíðlega athöfn og þar verður vinningslagið valið.
VF-ljósmynd: Frá Ljósalagskeppninni í fyrra.