Ljósalagakeppnin: Védís Hervör sigraði
Védís Hervör Árnadóttir sigraði í Ljósalagakeppni Reykjanesbæjar árið 2004 með laginu „Þessa einu nótt“. Lagið er eftir hana sjálfa. Í öðru sæti endaði lag Magnúsar Kjartanssonar „María“ en það var flutt af Helga Björnssyni.
Samkvæmt heimildum Víkurfrétta var mjög mjótt á mununum milli Védísar og Magnúsar en eins og kunnugt er sigraði Magnús í Ljósalagakeppninni í fyrra.
Í þriðja sæti endaði lagið „Mín ást“ en höfundur lagsins er Elvar Gottskálksson. Regína Ósk söng lagið.
VF-mynd: Atli Már Gylfason