Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Ljóðalestur á Tjarnarseli
Laugardagur 19. febrúar 2005 kl. 12:06

Ljóðalestur á Tjarnarseli

Í tilefni af ljóðalestri um allan bæ hafa elstu nemendurnir á Sunnuvöllum í leikskólanum Tjarnarseli verið að læra ljóð um Keflavík eftir Jón Guðmundsson.
Ljóðið er frá árinu 1906 og til þess að átta sig betur á umfjöllunarefninu hafa krakkarnir farið í vettvangsferðir í Gamla bæinn, í fylgt leikskólakennara en vettvangsferðir eru stór hluti í starfi leikskólans.
Börnin hafa haft mjög gaman af því að læra ljóðið og eru hér eflaust á ferðinni framtíðarskáld Reykjanesbæjar, segir á vefsvæði bæjarins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024