Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Ljóð um allan bæ í desember
Fimmtudagur 2. desember 2004 kl. 15:14

Ljóð um allan bæ í desember

Bæjarbúar munu áfram njóta Ljóða um allan bæ en á morgun verður komið fyrir ljóðum í verslanir við Hafnargötuna sem standa munu út desembermánuð.
Verkefnið Ljóð um allan bæ er liður í samstarfsverkefninu Lestrarmenning í Reykjanesbæ sem hleypt var af stokkunum vorið 2003 og stendur fram til 2006. Í byrjun nóvember var ljóðum komið fyrir í matvöruverslunum og í janúar geta bæjarbúar átt von á því að rekast á ljóð í bönkum og opinberum stofnunum. Þannig verður hægt að lesa hin ýmsu ljóð á ýmsum stöðum í allan vetur.

Við tökum forskot á sæluna og birtum eitt ljóð sem komið verður fyrir í verslunum við Hafnargötuna:

Úr vísnabókinni
Þýtt og endursagt

Að hafa síðasta orðið er undur létt,
Ef menn kunna bara að tala rétt.
Sú tækni nær jafnan tilganginum
Að taka ekki næstsíðasta orðið af hinum.

Magnús Ásgeirsson
Siðustu þýdd ljóð 1961

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024