Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 10. janúar 2001 kl. 10:18

„Lítum björtum augum til framtíðar“-segir Sigurður Jónsson sveitarstjóri

Í Garðinum eru nú íbúar samkvæmt tölum Hagstofunnar frá 1.des. s.l. 1209. Þar er um 2,5 % fjölgun að ræða frá síðasta ári. Ef litið er á tímabilið frá 1990 til 2000 hefur íbúum fjölgað úr 1074 í 1209 eða um 12,6 %, sem er næst mesta fjölgun í sveitarfélögum á Suðurnesjum.
„Við horfum björtum augum til framtíðarinnar og teljum allar líkur á því að þessi þróun í átt til fjölgunar muni halda áfram á næstu árum. Einstaklingar eru að byggja og hafa sýnt áhuga á að fá lóðir til bygginga“, segir Sigurður Jónsson sveitarstjóri Gerðahrepps.
Verktakafyrirtækið Búmenn eru byrjaðir að byggja í Útgarði og munu rísa þar tíu íbúðir. Bragi Guðmundssdon er með í byggingu nokkrar íbúðir við Lindartún og Hjalti Guðmundsson hefur fengið úthlutaðri lóð og ætlar að byggja nokkrar íbúðir í fjölbýlishúsum. Íbúðalánasjóður hefur samþykkt að veita Gerðahreppi heimild til úthlutunar viðbótarlána allt að 23 milljónum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024