Little Talks lag ársins - Valdimar líka vinsæll
Árslisti Vinsældalista Rásar 2 var opinberaður á dögunum og samkvæmt honum er augljóst að Suðurnesjafólk átti góðu gengi að fagna á tónlistarárinu 2011. Hljómsveitin Of Monsters And Men gerði landann vitlausan með laginu Little Talks sem er langvinsælasta lag ársins en einnig eiga þau annað lag á listanum. Söngkona sveitarinnar, Nanna Bryndís Hilmarsdóttir er úr Garðinu og gítarleikarinn Brynjar Leifsson kemur svo úr Reykjanesbæ.
Á vefsíðu Rúv segir: „Fjögur efstu lögin höfðu afgerandi forystu og eitt þeirra skar sig verulega úr, Little Talks með hljómsveitinni Of Monsters And Men fékk samtals 438 stig og er í efsta sæti Árslistans 2011.“
Strákarnir í Valdimar áttu líka frábært ár og þá sérstaklega söngvarinn Valdimar Guðmundsson sem einnig gerði það gott með Memfismafíunni. Hjálmar áttu líka vinsælt lag þetta árið en af 25 efstu lögunum mætti segja að sjö þeirra hafi sterka Suðurnesjatengingu.
Hér að neðan má svo sjá listann í heild sinni:
1 OF MONSTERS AND MEN-Little Talks
2 VINIR SJONNA/SIGURJÓN BRINK-Coming Home/Aftur heim
3 MUGISON-Stingum Af
4 MUGISON-Haglél
5 VALDIMAR GUÐMUNDSSON & MEMFISMAFÍAN-Okkar eigin Osló
6 ADELE-Someone Like You
7 BERNDSEN & BUBBI-Úlfur Úlfur
8 BUBBI & SÓLSKUGGARNIR-Ísabella
9 VALDIMAR-Undraland
10 VALDIMAR-Yfirgefinn
11 GUS GUS-Over
12 ELÍN EY & PÉTUR BEN-Þjóðvegurinn
13 MUGISON-Kletturinn
14 ARCADE FIRE-Modern Man
15 COLDPLAY-Every Teardrop Is A Waterfall
16 ÞÓRUNN & BERNDSEN-For Your Love
17 OF MONSTERS AND MEN-King and Lionheart
18 LAY LOW-Brostinn strengur
19 HJÁLMAR-Í gegnum móðuna
20 SÓLEY STEFÁNSDÓTTIR-Smashed Birds
21 VALDIMAR GUÐMUNDSSON & MEMFISMAFÍAN-Það styttir alltaf upp
22 ADELE-Rolling In The Deep
23 A FRIEND IN LONDON-New Tomorrow
24 BUBBI & SÓLSKUGGARNIR-Blik þinna augna
25 GRAFÍK-Bláir fuglar
Myndir: Nanna Bryndís og Valdimar Guðmundsson voru áberandi á árinu.