Fréttir

Litlu munaði að stórtjón yrði í flugeldhúsi
Mánudagur 18. júní 2018 kl. 13:58

Litlu munaði að stórtjón yrði í flugeldhúsi

Litlu munaði að stórtjón yrði þegar eldur kom upp í þaki í húsnæði flugeldhúss IGS á Keflavíkurflugvelli. Eldurinn blossaði upp þegar verið var að vinna við lagningu þakpappa á þakinu. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja mætti með mikinn búnað og mannskap en Flugvallarþjónusta Isavia kom þar einnig að.

Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkvistjóra stóð slökkvistarf yfir í nokkurn tíma og að því loknu verða starfsmenn BS með öryggisvakt fram eftir degi. „Þetta hefði getað farið miklu verr og orðið stórtjón en sem betur fer gekk slökkvistarf vel,“ sagði Jón.


 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024