Litlir strákar teknir á torfæruhjólum
Lögreglumenn stöðvuðu akstur tveggja torfæruhjóla á Stapavegi nú í vikunni. Var annar ökumaðurinn 13 ára og hinn 14 ára og því hvorugur með ökuréttindi. Bæði voru hjólin óskráð og ótryggð.Einn ökumaður var kærður fyrir stöðvunarskyldubrot í vikunni og settir voru gjaldseðlar á níu bifreiðar þar sem þeim var ranglega lagt.
Tveir voru teknir fyrir of hraðan akstur á Grindavíkurvegi og var sá sem hraðar ók var á 136 km. hraða.
Tveir voru teknir fyrir of hraðan akstur á Grindavíkurvegi og var sá sem hraðar ók var á 136 km. hraða.