Litli Hólmur í Leiru alelda á skammri stund
Eldur kom upp í kvöld, miðvikudagskvöld, í gömlu eyðibýli að Litla Hólmi í Leiru. Þegar slökkvilið Brunavarna Suðurnesja kom á vettvang stóðu eldtungur út um alla glugga og hurðaop á húsinu. Húsið var því alelda og ljóst að því yrði ekki bjargað.
Að höfðu samráði við eigendur hússins var því leyft að brenna, enda myndi það eingöngu auðvelda hreinsunarstarf á vettvangi. Þegar eldurinn var við það að kulna upp úr miðnætti slökktu slökkviliðsmenn í síðustu glæðunum en síðan átti að fylgjast með rústunum í nótt.
Veður á vettvangi var hægur vindur en súldarloft. Þar sem bruninn sást vel frá Garðveginum voru margir sem stöðvuðu bíla sína í vegarkantinum og fylgdust með húsinu brenna, enda svo sem ekki daglegt brauð að hús standi alelda í náttmyrkrinu.
Fullvíst verður að teljast að eldur hafi verið borinn að húsinu, því ekkert rafmagn var á því.
Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi, ljósmyndari Víkurfrétta, á vettvangi brunans í kvöld.
Myndband er væntanlegt í Vefsjónvarp Víkurfrétta með morgninum.
Að höfðu samráði við eigendur hússins var því leyft að brenna, enda myndi það eingöngu auðvelda hreinsunarstarf á vettvangi. Þegar eldurinn var við það að kulna upp úr miðnætti slökktu slökkviliðsmenn í síðustu glæðunum en síðan átti að fylgjast með rústunum í nótt.
Veður á vettvangi var hægur vindur en súldarloft. Þar sem bruninn sást vel frá Garðveginum voru margir sem stöðvuðu bíla sína í vegarkantinum og fylgdust með húsinu brenna, enda svo sem ekki daglegt brauð að hús standi alelda í náttmyrkrinu.
Fullvíst verður að teljast að eldur hafi verið borinn að húsinu, því ekkert rafmagn var á því.
Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi, ljósmyndari Víkurfrétta, á vettvangi brunans í kvöld.
Myndband er væntanlegt í Vefsjónvarp Víkurfrétta með morgninum.