Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Litlar skemmdir í bruna í bræðslunni
Sunnudagur 19. febrúar 2006 kl. 17:25

Litlar skemmdir í bruna í bræðslunni

Eldur kom upp í bræðslunni í Helguvík í dag þegar verið var að keyra upp vélarnar. Eldurinn blossaði upp í mjölkæli en starfsmenn brugðust skjótt við og höfðu stjórn á eldinum þar til Brunavarnir Suðurnesja komu á svæðið.

Að sögn Eggerts Einarssonar, verksmiðjustjóra, voru skemmdir óverulegar og engin slys á fólki. Þá gerði hann ráð fyrir að einungis yrðu um nokkurra klukkustunda tafir þar til vinnsla gæti hafist.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024