Litlar líkur á því að kísilverksmiðjan fari í gang aftur
Arion banki telur litlar líkur á því að kísilverksmiðjan í Helguvík fari í gang aftur. Á uppgjörsfundi bankans í vikunni kom fram að hann teldi áhugavert að sjá aðra og grænni starfsemi eiga sér stað þar í framtíðinni. kjarninn.is greinir frá
Stakksberg ehf., félag utan um kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík er nú metið á 1,6 milljarða króna í bókum Arion banka en var 6,9 milljarðar kr. í lok mars 2019. Starfsemi í verksmiðjunni hætti í september 2017 og félagið sem rak hana fór í þrot í janúar 2018.
Mikil andstaða hefur verið gagnvart starfseminni meðal bæjarbúa og eins bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ. Bæjarstjórn hefur það í hendi sér að hafna eða samþykkja tillögu að deiliskipulagi og þannig í raun hefur framtíð verksmiðjunnar í höndum sér.