Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Litlar líkur á að sólmyrkvi sjáist sunnanlands
Föstudagur 30. maí 2003 kl. 19:29

Litlar líkur á að sólmyrkvi sjáist sunnanlands

Það er víðáttumikil hægfara lægð SSV af landinu og veikluleg hæð norður af því. Samskil lægðarinnar hreyfast hægt norður á bóginn í átt að Íslandi. Það er spáð úrkomu við suðurströndina fyrir miðnætti og síðan á Suður- og Suðausturlandi öllu. Alskýjað er með austurströndinni. Möguleikar á að sjá sólmyrkvan um kl. 04 í nótt eru því litlir.Þannig að bestu möguleikarnir eru á að sjá sólmyrkvann eru norðanlands og á Vestfjörðum.(sjá kort að neðan) nema á Ströndum verður líkalega skýjað í hægri NA átt. Í lofti verða SA vindar og miðhálendið hægir á skilunum en háskýjabreiða frá þeim mun færast yfir. Þannig að vel gæti komið upp sú staða að það væri skýjað fyrir ofan mann en sólmyrkvinn sæist úti við sjóndeildarhringinn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024