Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Litlar íbúðir við göngustíg en ekki götu
Föstudagur 26. febrúar 2016 kl. 09:47

Litlar íbúðir við göngustíg en ekki götu

Sveitarfélaginu Vogum hefur borist fyrirspurn frá áhugasömum aðilum sem ráðgera að sækja um nokkrar lóðir á miðbæjarsvæðinu í sveitarfélaginu. Deiliskipulag er í gildi á miðbæjarsvæðinu, þ.e. svæðinu sem afmarkast af Iðndal, Vogabraut og Stapavegi.

Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum, segir í vikulegu fréttabréfi sveitarfélagsins að um sé að ræða áhugaverða lausn þar sem áhersla er lögð á að útbúa lítinn byggðakjarna, sem einkennist af litlum íbúðum sem standa við göngustíg, í stað götu. Gert er ráð fyrir að bílastæði verði á jaðri svæðisins. Þá er einnig gert ráð fyrir sameiginlegu rými, t.d. leiksvæðum, svæðum undir grænmetisrækt og jafnvel sameiginlegt gróðurhús og samkomuhús fyrir íbúðakjarnann.

Erindið verður kynnt á næsta fundi bæjarráðs, í framhaldinu má gera ráð fyrir að hinir áhugasömu aðilar munu beina formlegri fyrirspurn um málið til Umhverfis- og skipulagsnefndar sveitarfélagsins Voga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024