Lítilsháttar súld með köflum
Fremur hæg sunnanátt, skýjað og lítilsháttar súld með köflum. Suðaustan 8-13 m/s á morgun og lengst af rigning. Hiti 10 til 15 stig, segir í spá Veðurstofu Íslands fyrir Faxaflóasvæðið
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Hæg suðvestanátt og skýjað, en þurrt að kalla. Suðaustan 5-13 á morgun og dálítil rigning. Hiti 10 til 15 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Austan 5-10, skýjað og súld eða rigning með köflum sunnanlands, en léttskýjað norðantil. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norðanlands.
Á sunnudag:
Fremur hæg suðaustlæg átt og súld eða rigning með köflum sunnan- og vestanlands, en bjartviðri og áfram hlýtt á Norðurlandi.
Á mánudag:
Sunnan og síðan suðvestanátt með skúrum um landið sunnan- og vestanvert, en léttskýjað og hlýtt norðaustalands.
Á þriðjudag:
Hæg vestlæg átt með skúrum í flestum landshlutum.
Á miðvikudag:
Lítur út fyrir ákveðna suðvestanátt með rigningu, en áfram úrkomulítið og hlýtt veður austanlands.