Lítilsháttar rigning
Austan 5-10 m/s og lítilsháttar rigning við Faxaflóa, hægari og að mestu þurrt á morgun. Hiti 3 til 10 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Austan 5-10 m/s, skýjað og dálítil rigning í dag. Hiti 5 til 8 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Fremur hæg austlæg átt og rigning eða slydda fram eftir degi um landið austanvert. Annars úrkomulítið. Vaxandi suðaustanátt og fer að rigna á Suður- og Vesturlandi um kvöldið. Hiti 2 til 8 stig.
Á sunnudag:
Suðlæg átt 8-15 m/s með rigningu og síðar skúrum eða slydduéljum, en léttir til á NA-verðu landinu. Hiti 3 til 9 stig.
Á mánudag:
Ákveðin suðvestanátt og skúrir eða él, en bjartviðri NA-til. Hiti yfirleitt 0 til 6 stig, hlýjast við suður- og vesturströndina.
Á þriðjudag:
Suðlæg átt og víða slydda eða rigning, kólnar lítið eitt.
Á miðvikudag:
Útlit fyrir suðvestlæga átt með éljum og heldur kólnandi veðri.