Lítilsháttar olía lekið úr flaki Guðrúnar Gísladóttur KE við Noregsstrendur
Lítilsháttar olía hefur lekið frá Guðrúnu Gísladóttur KE-15, sem fórst við Lófót í Norður-Noregi, en bátur frá Mengunarvörnum norska ríkisins (SFT) er staddur á svæðinu og fylgist með framvindu mála.Bjorn Dratfoss, hjá SFT, segir í samtali við Morgunblaðið í morgun að lítið magn olíu, líklega dísilolíu, hafi komið upp um 100-150 metra frá staðnum þar sem skipið sökk. Hann sagði það ekki koma sér á óvart, en óljóst væri hvort olían kæmi úr pípum eða olíutanki skipsins.
Festi hf., útgerðarfélag Guðrúnar Gísladóttur, fékk frest til klukkan 10 í morgun til þess að leggja fram tillögur um til hvaða aðgerða verði gripið til þess að koma í veg fyrir mengunarslys eftir að skipið sökk með 300 tonn af olíu við Lófót í fyrrinótt. Samkvæmt upplýsingum frá SFT í morgun var aðgerðaáætlunin væntanleg. Frá þessu er greint á vef Morgunblaðsins.
Festi hf., útgerðarfélag Guðrúnar Gísladóttur, fékk frest til klukkan 10 í morgun til þess að leggja fram tillögur um til hvaða aðgerða verði gripið til þess að koma í veg fyrir mengunarslys eftir að skipið sökk með 300 tonn af olíu við Lófót í fyrrinótt. Samkvæmt upplýsingum frá SFT í morgun var aðgerðaáætlunin væntanleg. Frá þessu er greint á vef Morgunblaðsins.