Lítilsháttar frost
Veðurspá gerir ráð fyrir frosti á laugardag en það verður skammvinnt því gert er ráð fyrir hlýju veðri á sunnudag sem varir fram í vikuna. Samkvæmt veðurspá fyrir Faxaflóasvæðið næsta sólarhringinn verður vestanátt í dag, 3-8 m/s og lítilsháttar væta, en norðlægari og léttir til í kvöld. Kólnandi í nótt og á morgun með vægu frosti.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Vestan 3-5, skýjað og dálítil súld. Hiti 3 til 5 stig. Norðlægari í kvöld, léttir til og kólnar, vægt frost í nótt og á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á föstudag:
Hæg norðlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og víðast þurrt. Frost 0 til 10 stig, mildast syðst.
Á laugardag:
Norðan 8-13 m/s og él við austurströndina, annars hægari vindur og bjart veður. Frost yfirleitt 3 til 10 stig.
Á sunnudag:
Hæg breytileg átt og bjart með köflum. Frost 0 til 8 stig, en 0 til 5 stiga hiti vestast.
Á mánudag:
Austlæg átt og dálítil slydda eða snjókoma. Hiti 0 til 5 stig við suður- og suðvesturströndina, annars 0 til 8 stiga frost.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Suðlæg átt og úrkomusamt, einkum S- og V-lands. Hlýnandi veður.
---
Ljósmynd/elg - Keilir í birtingu