Lítill snáði fæddist í sjúkrabíl á leið frá Grindavík
Lítill snáði fæddist í morgun í sjúkrabíl á leiðinni frá Grindavík til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Tveir sjúkraflutnigsmenn og læknir voru í bílnum og aðstoðuðu móður við fæðinguna, sem gekk vel.Það voru sjúkraflutningamennirnir Örn Sigurðsson og Gunnar Baldursson sem voru sjúkraflutningsmenn í ferðinni og Jón Benediktsson læknir kom til móts við sjúkrabílinn og var tekinn um borð við Svartsengi. „Barnið fæddist svo einhverstaðar á leiðinni,“ sagði talsmaður sjúkraflutningsmannanna í samtali við Víkurfréttir. Bifreiðin var ekki stöðvuð, heldur haldið áfram á Heilbrigðisstofnun þar sem fjölmennt lið tók á móti móður og nýfæddu barni. Þeim heilsast vel að sögn ljósmóður á fæðingardeildinni í Keflavík.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem barn fæðist í sjúkrabíl frá Grindavík en fyrir 12-13 árum fæddist barn í Grindavíkurbílnum við álverið í Straumsvík.
Víkurfréttir hafa fengið leyfi til að mynda snáðann síðdegis í dag og myndir af barninu birtast hér á vefnum fyrir kvöldið.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem barn fæðist í sjúkrabíl frá Grindavík en fyrir 12-13 árum fæddist barn í Grindavíkurbílnum við álverið í Straumsvík.
Víkurfréttir hafa fengið leyfi til að mynda snáðann síðdegis í dag og myndir af barninu birtast hér á vefnum fyrir kvöldið.