Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lítil starfsmannavelta í Ofnasmiðju Suðurnesja
Mánudagur 20. febrúar 2012 kl. 11:00

Lítil starfsmannavelta í Ofnasmiðju Suðurnesja

Ofnasmiðja Suðurnesja fagnaði 40 ára afmæli í síðustu viku. Í tilefni tímamótanna var starfsmönnum fyrirtækisins boðið upp á rjómatertu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það var Þórólfur Þorsteinsson, Dói, sem skar fyrstu sneiðina af afmælistertunni en hann hefur hvað lengstan starfsaldur hjá fyrirtækinu. Það er reyndar eftirtektarvert hversu lítil starfsmannavelta er hjá Ofnasmiðju Suðurnesja en þar hafa flestir starfað áratugum saman og sá sem hefur styðsta starfsaldurinn hefur verið hjá fyrirtækinu í 12 ár.


Stofnandi Ofnasmiðju Suðurnesja, Jón Willian Magnússon, mætti að sjálfsögðu í afmælið og rifjaðar voru upp margar góðar sögur frá fyrstu árum smiðjunnar. Jón sagði m.a. frá því að fyrsta daginn sem ofnasmiðjan var í rekstri hafi hann smíðað nýjan ofn handa eigikonu sinni, Unni Ingunni Steinþórsdóttur heitinni, en Ofnasmiðja Suðurnesja var stofnuð á þrítugsafmælisdegi hennar árið 1972.


Feðgarnir Jón William Magnússon og Steinþór Jónsson ráku Ofnasmiðju Suðurnesja til ársins 2005 en 2. nóvember það ár keypti BYKO af þeim fyrirtækið og rekur það í dag.

Ofnasmiðja Suðurnesja framleiðir VOR-YL ofna, RÚNT-YL ofna og VEHA handklæðaofna.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í afmælisveislunni í Ofnasmiðju Suðurnesja fyrir helgi. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson