Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lítil nýliðun ógnar skólastarfi
Föstudagur 11. nóvember 2016 kl. 10:25

Lítil nýliðun ógnar skólastarfi

Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs tekur undir áhyggjur grunnskólakennara varðandi það að lítil nýliðun á sér stað í stéttinni og að sú þróun ógni skólastarfi í landinu. Þá er tekið undir þá áherslu kennara að brýnt er að ljúka gerð kjarasamninga milli sveitarfélaganna og kennara sem fyrst. Bæjarráð beinir því til Sambands íslenskra sveitarfélaga að kalla sveitarstjórnarfólk til fundar hið fyrsta til þess að fara yfir stöðu mála. Þetta kemur fram í bókun bæjarráðs Garðs í gær.

Á fundinum var tekið fyrir erindi frá kennurum Gerðaskóla og lögð fram krafa frá kennurum til sveitarfélaga sem bæjarstjóri veitti viðtöku fyrir hönd sveitarfélagsins. Grunnskólakennarar á Íslandi krefjast þess að sveitarfélög í landinu bregðist án tafar við því alvarlega ástandi sem skapast hefur í skólakerfinu vegna hættulegra og rangra áherslna í kjarastefnu sveitarfélaga gagnvart grunnskólakennurum.

Þá er bent á að nýir kennarar fáist ekki til starfa og þeir eldri hverfi frá störfum, þessi þróun setji skólakerfi í hættu. Með kröfum sínum stíga kennarar fram, draga sveitarfélögin til ábyrgðar fyrir þeirri stöðu sem upp er komin og krefjast viðbragða.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024