Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Lítið af makríl í gegnum fiskmarkaði
Fimmtudagur 23. ágúst 2012 kl. 11:48

Lítið af makríl í gegnum fiskmarkaði

Aðeins lítið brot af þeim makríl sem nú veiðist við landið fer í gegnum fiskmarkaði. Það sem af er þessum mánuði hafa einungis 45 tonn farið í gegnum Fiskmarkað Suðurnesja.

Í sumar hafa samtals 80 tonn af makríl verið seld á markaði og er meðalverðið 121 króna á kíló.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ragnar H. Kristjánsson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Suðurnesja, sagði í samtali við Víkurfréttir að verð á makríl væri mjög mismunandi. Makríll veiddur í troll væri að seljast á 110 til 130 krónur kílóið en sá makríll sem í dag væri að veiðast á handfæri væri að seljast á 140 til 150 krónur kílóið.

VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson