Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Líta á óeirðarstörf sem siðferðislega skyldu
Mánudagur 26. september 2011 kl. 13:31

Líta á óeirðarstörf sem siðferðislega skyldu

Lögreglumenn á Suðurnesjum velta fyrir sér að segja sig úr óeirðasveit lögreglunnar. Málið verður rætt á félagsfundi Lögreglufélags Suðurnesja sem fer fram klukkan fjögur í dag.

„Ég tel góðar líkur á því að svo verði. Það hefur aldrei verið neinn samningur um þessi mál og menn hafa fyrst og fremst litið á það sem siðferðislega skyldu sína að sinna þessu. Við fáum tvo tíma auka fyrir að klæðast búningnum, þannig að við fáum borgaða 14 tíma fyrir að standa 12, það er allt og sumt,“segir Hjálmar Hallgrímsson hjá Lögreglufélagi Suðurnesja en 24 lögreglumenn frá Suðurnesjum sinna starfi í óeirðasveit lögreglunnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024