Listráð stofnað í Reykjanesbæ
Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar fagnar stofnun listráðs en það var kynnt á síðasta fundi menningar- og atvinnuráðs þar sem Helga Þórsdóttir safnstjóri Listasafns Reykjanesbæjar mætti á fundinn.
Listræn starfsemi Listasafns Reykjanesbæjar er mótuð af safnstjóra Listasafns Reykjanesbæjar í samstarfi við listráð. Hlutverk listráðs er að veita faglega ráðgjöf um sýningar- og söfnunarstefnu Listasafns Reykjanesbæjar.
Helga Þórsdóttir, safnstjóri Listasafns Reykjanesbæjar, hefur tilnefnt Kristinn Má Pálmason og Andreu Maack til að sitja í listráði Listasafns Reykjanesbæjar. Menningar- og atvinnuráð tilnefnir Gunnhildi Þórðardóttur í ráðið.