Listflugssveit hafði viðkomu á Keflavíkurflugvelli
Flugsveitin Team Aguila hafði viðkomu í Keflavík á dögunum og beið af sér leifar af fellibyl sem gekk yfir Atlantshafið. Sveitin var stofnuð 4. júlí 1985 af spænska flughernum en þegar sveitin stoppaði hér var hún á leið á flugsýningu í Bandaríkjunum sem haldin var um síðustu helgi.
Þoturnar sem komu til Keflavíkur voru af gerðinni Casa C-101 AvioJet og voru tíu talsins, auk birgðaflutningavélar. Þær flugu hópflug yfir Keflavík þegar þær komu inn til lendingar og einnig þegar þær fóru aftur frá landinu.
Af flugsýningunni í Bandaríkjunum halda þoturnar svo áfram til Kanada þar sem þær verða með aðra sýningu um næstu helgi. Því næst halda þær aftur til Spánar og verða með sýningu í Barcelona 23. September
Meðfylgjandi mynd tók Kristján Carlsson Gränz og sýnir hún Casa C-101 með Snæfellsjökul í bakgrunni.