Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Listaverk rísa í Grindavík
Mánudagur 2. júní 2008 kl. 11:27

Listaverk rísa í Grindavík



Bæjarráð Grindavíkur samþykkti á síðasta fundi sínum að semja við listakonuna Guðbjörgu Hlíf um smíði á állistaverkum sem prýða munu tvö hringtorg í bænum.

Verkin munu bera nöfnin Segl og Öldur og mun kostnaður við þau verða um 15 milljónir samtals.

Á fundi í lok apríl hafði bæjarráð samþykkt að listaverkið Orka verði sett upp á þriðja hringtorginu. Kostnaður við það verk er um 4,7 milljónir.

Þá má einnig geta þess að Grindvíkingar munu láta gera listaverk sem standa mun í vinabæjargarði í Piteå í Svíþjóð og er kostnaður við það verkefni rúm milljón króna.

Loftmynd/Oddgeir Karlsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024