Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Listaskóli barna með myndlista- og leiksýningu í næstu viku
Mánudagur 20. júní 2005 kl. 15:32

Listaskóli barna með myndlista- og leiksýningu í næstu viku

Listaskóli barna er nú starfræktur þriðja árið í röð. Starfsemin skiptist í tvennt myndlist og leiklist. Þær Thelma Björk Jóhannesdóttir, myndlistakennari og Sólveig Guðmundsdóttir, leikkona, sjá um skólann sem heyrir undir menningarfulltrúa Reykjanesbæjar. Það er enn hægt að skrá sig á næsta námskeið sem byrjar þann 3. júlí. Hægt er að hringja í síma 8981202 og fá frekari upplýsingar.

Börnin sátu einbeitt og horfðu hugfangin á hlutinn sem þau voru að teikna. Upp á veggjum Svarta pakkshússins mátti sjá afrakstur námsleiðisins og mátti merkja framför hjá krökkunum. 

Helena Ösp Ævarsdóttir hefur verið í Listaskólanum öll árin og líkar vel. „Ég hef verið á leikjanámskeiðum en líkar þetta betur. Það er svo gaman að teikna. Ég held samt að þetta verði síðasta sumarið mitt hérna þar sem ég er 12 ára. Það er svo mikið af yngri krökkum hérna. Það væri mjög gaman að hafa sér námskeið fyrir okkur sem eru eldri.“

Efnt verður til sýningar á verkum nemendanna í Frumleikhúsinu þann 30. júní klukkan 17:00. Verður myndlistasýningin í anddyrinu og leikrit upp á sviði.




 

 

 

 

 

 

Vf-mynd/Margrét

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024