Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Listasafni Reykjanesbæjar berast góðar gjafir
Föstudagur 19. janúar 2018 kl. 09:48

Listasafni Reykjanesbæjar berast góðar gjafir

Listasafni Reykjanesbæjar barst góð gjöf í lok síðasta árs.  Listamaðurinn Stefán Geir Karlsson sem fæddur er og uppalinn í Keflavík færði safninu að gjöf 10 listaverk sem hann hefur unnið að á síðustu 20 árum.  
 
Stefán Geir er þekktastur fyrir skúlptúra sína sem oft eru hlutir úr daglegu lífi sem hann hefur stækkað að miklum mun og hér í bæ má m.a. sjá stóra olíutrekkt eftir hann við Olís á Fitjum en hann smækkar líka hlutina og á Parísartorginu í Keflavík má sjá Eiffelturninn sem hann vann með aðstoð Kínverja og sett var upp á Ljósanótt árið 2013. 
 
Verkin sem hann færði listasafninu að gjöf eru öll inniverk af ýmsu tagi og m.a. nokkur sem voru á sýningu listmannsins í Duus Safnahúsum árið 2003. Forstöðumaður safnsins, Valgerður Guðmundsdóttir tók á móti verkunum í safngeymslunum á Njarðvík og lét þess getið að mikill fengur væri fyrir safnið að eignast listaverk eftir heimamenn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024