Listasafn Reykjanesbæjar fær eigin sýningarsal
Listasafn Reykjanesbæjar varð til við sameiningu sveitarfélaganna Njarðvíkur, Hafnahrepps og Keflavíkur árið 1994. Áður hafði verið til Listasafn Keflavíkur. Safnið á nú rúmlega 200 verk eftir marga listamenn. Uppistaðan eru verk eftir listamenn af Suðurnesjum en þó á safnið verk eftir aðra s.s. Þórarin B. Þorláksson, Kjarval og Jón Stefánsson. Listasafnið hefur verið húsnæðislaust til þessa og verk safnsins verið til sýnis í hinum ýmsu stofnunum bæjarins. Sumarið 2001 voru þó haldnar tvær sýningar í nafni safnsins í leiguhúsnæði í Reykjanesbæ.
Listasafn Reykjanesbæjar hefur með ýmsum hætti reynt að styðja við myndlistarmenn á svæðinu og 1. maí s.l. var opnað sumargallerí í samvinnu við Félag myndlistarmanna í Reykjanesbæ. Listasafnið aðstoðaði við undirbúning og greiðir launakostnað og auglýsingar. Galleríið var opið til 1. sept. í ár og gert er ráð fyrir að verkefninu verði haldið áfram næsta ár. Annað verkefni þetta árið var skráning og merking á öllum minnismerkjum og útilistaverkum í bæjarfélaginu og er safnkosturinn því allur orðinn skráður. Sú vinna endaði í gerð fræðslumyndbands sem Listasafnið kostaði og gaf út í samvinnu við Heiðarskóla.
Í haust fær Listasafnið loks 300 m2 sýningarsal í Duushúsum til eigin nota og verður fyrsta sýningin opnuð 7. sept. með verkum Einars Garibalda. Í október er fyrirhuguð sýning á verkum hópsins Gullni pensillinn. Einnig kemur í haust farandsýning frá Handverk og hönnun á vegum Listasafnsins. Sýningar safnsins verða opnar alla daga frá 7. sept. frá kl. 13.00-17.00. Eftir áramótin er m.a. vonast til að hægt verði að taka á móti sýningu frá Listasafni Íslands. Með tilkomu sýningarsalarins opnast þannig nýir möguleikar og mikill áhugi er á að gera Listasafn Reykjanesbæjar að lifandi og spennandi kosti á sviði sýningarhalds.
Listasafn Reykjanesbæjar hefur með ýmsum hætti reynt að styðja við myndlistarmenn á svæðinu og 1. maí s.l. var opnað sumargallerí í samvinnu við Félag myndlistarmanna í Reykjanesbæ. Listasafnið aðstoðaði við undirbúning og greiðir launakostnað og auglýsingar. Galleríið var opið til 1. sept. í ár og gert er ráð fyrir að verkefninu verði haldið áfram næsta ár. Annað verkefni þetta árið var skráning og merking á öllum minnismerkjum og útilistaverkum í bæjarfélaginu og er safnkosturinn því allur orðinn skráður. Sú vinna endaði í gerð fræðslumyndbands sem Listasafnið kostaði og gaf út í samvinnu við Heiðarskóla.
Í haust fær Listasafnið loks 300 m2 sýningarsal í Duushúsum til eigin nota og verður fyrsta sýningin opnuð 7. sept. með verkum Einars Garibalda. Í október er fyrirhuguð sýning á verkum hópsins Gullni pensillinn. Einnig kemur í haust farandsýning frá Handverk og hönnun á vegum Listasafnsins. Sýningar safnsins verða opnar alla daga frá 7. sept. frá kl. 13.00-17.00. Eftir áramótin er m.a. vonast til að hægt verði að taka á móti sýningu frá Listasafni Íslands. Með tilkomu sýningarsalarins opnast þannig nýir möguleikar og mikill áhugi er á að gera Listasafn Reykjanesbæjar að lifandi og spennandi kosti á sviði sýningarhalds.