Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Listasafn Reykjanesbæjar fær 41 myndverk að gjöf
Frá einni af sýningum Listasafns Reykjanesbæjar.
Mánudagur 5. desember 2022 kl. 04:20

Listasafn Reykjanesbæjar fær 41 myndverk að gjöf

Kristinn Már Pálmason (f. 1967), myndlistarmaður, hefur afhent Listasafni Reykjanesbæjar veglega gjöf sem telur tuttugu myndverk. Gjöfin samanstendur af verkum frá fyrstu sýningu listamannsins allt til dagsins í dag. Með gjöfinni varðveitir Listasafn Reykjanesbæjar myndverk sem ná yfir allan feril listamannsins en Kristinn er fæddur og uppalinn í Keflavík.

Guðný Margrét Skarphéðinsdóttir, tengdadóttir Eggerts Guðmundssonar, listmálara, afhenti Listasafni Reykjanesbæjar tuttugu og eitt myndverk eftir Eggert Guðmundsson (1906–1983) sem fæddur var í Stapakoti í Innri-Njarðvík 30. desember 1906.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar færir Kristni og Guðnýju kærar þakkir fyrir veglegar gjafir sem falla vel að 1. gr. söfnunarstefnu listasafnsins sem kveður á um að stefnt skuli að því að listaverkaeign safnsins gefi góða mynd af verkum eftir listamenn Suðurnesja frá öllum tímum.