Listamaður heiðrar minningu geirfuglsins
Listamaðurinn Todd McGrain sækist eftir því að koma fyrir listaverki tileiknuðu geirfuglinum í fjörunni neðan við Valahnjúk á Reykjanesi. Formlegt erindi þess efnis hefur borist Menningarráði Reykjanesbæjar sem hefur samþykkt staðsetningu verksins fyrir sitt leyti.
Styttan af geirfuglinum er hluti af stærra verkefni listamannsins sem kallast „Lost Bird Project“ og er tileiknað fimm útdauðum fuglategundum. McGrain hefur gert fimm skúlptúra af fuglunum, einn fyrir hverja tegund. Hann hefur unnið að verkefninu undanfarin fimm ár.
Þann 3. júní 1844, voru tveir síðustu geirfuglanir í heiminum drepnir á syllu í Eldey, suðvestur af Reykjanesi. Um 80 uppstoppaðir geirfuglar hafa varðveist til dagsins í dag og er einn þeirra á Náttúrúfræðistofnun Íslands.
Sjá nánar um „Lost Bird“ verkefnið hér:
----
Ljósmynd/Rebecca Miller - Todd Macrain að störfum við „Lost Bird“ verkefnið. Greinilega geirfuglinn þarna á hægri hönd.