Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Listaakademía opnar í Reykjanesbæ
Miðvikudagur 19. september 2012 kl. 06:00

Listaakademía opnar í Reykjanesbæ

ListaAkademía Reykjanesbæjar tekur til starfa að Kliftröð á Ásbrú þann 16. október nk. ListaAkademían verður með fjölþætta kennslu í listum. Kennd verður m.a grafík, málun, teikning, kvikmyndagerð, hljóðvinnsla, skúlptúr og listasaga. Það er myndlistarmaðurinn Guðmundur Rúnar Lúðvíksson sem stendur að akademíunni.

Einnig verur boðið upp á fyrirlestra myndlistarmanna um ýmislegt er varðar nútíma myndlist.

Markmið skólans verður að koma á fót almennri akademískri kennslu í listum á sömu forsendum og m.a Myndlistaskóli Akureyrar. Í fyrstu mun skólinn verða rekinn í annaskiptum áföngum sem hver stendur í 3 mánuði í senn. Fyrir áramót og eftir áramót.

Nemendur verða að velja a.m.k. fjögur fög í hverjum áfanga, en öllum er frjálst einnig að sækja alla áfanga sem í boði eru hverju sinni.

Skólagjald fyrir hvern áfanga verður 45.000.- kr og gildir það fyrir allt skólastarf.

Skólinn hefur sett upp heimasíðu á slóðinni; www.listaakademia.com

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024