Lista- og menningarmiðstöð í Garði til skoðunar
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs hefur samþykkt samhljóða að senda erindi Lista- og menningarfélagsins í Garði um endurgjaldslaus afnot af Samkomuhúsinu í Garði til stefnumótunar um atvinnumál.
Lista- og menningarfélagið hefur hug á að reka lista- og menningarmiðstöð í húsinu og óskaði eftir afnotum af því til þriggja ára. Þá óskaði félagið einnig eftir styrk frá sveitarfélaginu að fjárhæð 1,5 milljónir króna til kaupa á tækjabúnaði.