Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Líst vel á Nató-höfn en gæta þarf hagsmuna Reykjaneshafnar
Laugardagur 1. júlí 2023 kl. 06:27

Líst vel á Nató-höfn en gæta þarf hagsmuna Reykjaneshafnar

Stjórn Reykjaneshafnar líst vel á erindi utanríkisráðuneytisins varðandi uppbyggingu á 390 metra löngum hafnargarði fyrir Atlantshafsbandalagið í Helguvík en minnir á að gæta þarf að hagsmunum Reykjaneshafnar í þessu samstarfi, þannig að þjónustugeta hafnarinnar aukist til framtíðar ef af framkvæmdum verður.

Utanríkisráðuneytið hefur óskað eftir formlegu samstarfi við Reykjanesbæ og Reykjaneshöfn með það að markmiði að hefja undirbúning og formlegt samstarf um áframhaldandi uppbyggingu í Helguvík. Áætlað er að reisa allt að 390 metra langan viðlegukant í Helguvík fyrir herskip á vegum Atlantshafsbandalagsins, NATO. Þá er gert ráð fyrir 25.000 rúmmetra eldsneytisbirgðageymslu. Um er að ræða um fimm milljarða króna framkvæmd í samstarfi við Atlantshafsbandalagið og varnarmálasvið Landhelgisgæslunnar. Verkefnið byggir m.a. á þörf fyrir eldsneytisbirgðir á Norður-Atlantshafi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þann 5. júní sl. barst Reykjanesbæ erindi frá utanríkisráðuneytinu með ósk um samstarf varðandi uppbyggingu á hafnaraðstöðu í Helguvíkurhöfn. Bæjarráð Reykjanesbæjar tók jákvætt í erindið á fundi sínum þann 8. júní og fól þar bæjarstjóra og sviðsstjóra atvinnu- og hafnarsviðs að vinna áfram í málinu.