Lionsmenn með árlegt happdrætti og veita styrki
Sala á happdrættismiðum í árlegu jólahappdrætti Lionsklúbbs Njarðvíkur er hafin. Sölumenn happdrættismiða eru m.a. í Krossmóa og selja miða og þar er aðalavinningurinn, Toyota Aygo, til sýnis. Við upphaf sölunnar veitir Lionsklúbburinn styrki til félagsmála. Að þessu sinni voru veittir styrkir upp á 1,5 milljónir króna.
Njarðvíkurskóli, Öspinn 500.000kr
Kristín Blöndal deildarstjóri Asparinnar, Ásgerður Þorgeirsdóttir skólastjóri
Team Rynkeby Ísland 100.000kr
Haraldur B Hreggviðsson
Tónlistarskóli Reykjanesbæjar 200.000kr
Haraldur Á Haraldsson skólastjóri
Velferðarsjóður Suðurnesja 200.000kr
Hannes Friðriksson
Félag Heyrnarlausra 100.000kr
Þröstur Friðþjófsson
Líknar- og hjálparsjóður Njarðvíkurkirkna 200.000kr
Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir prestur
Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Starfsbraut 250.000kr
Helga Jakobsdóttir, Sunna Pétursdóttir og Drífa Guðmundsdóttir