Lionsklúbburinn Garður gaf reiðhjólahjálma
Lionsklúbburinn Garður í Garði kom færandi hendi til krakka í öðrum bekk í Gerðaskóla í morgun. Þeir gáfu öllum krökkunum reiðhjólahjálm en þetta er árlegur viðburður hjá þeim Lions mönnum.
Lögreglan í Keflavík var þeim til halds og trausts og sýndu þeir krökkunum hvernig og hvenær nota skal hjálminn. Krakkarnir voru að vonum ánægðir með nýju hjálmana en nauðsynlegt er að nota þá þegar farið er á línuskautana, hlaupahjólið eða reiðhjólið.
Reiðhjólahjálmur frá Lionsklúbbnum í Garði bjargaði ungum dreng fyrir 3 árum síðan þegar hann lenti fyrir bíl á reiðhjóli sínu.
Myndirnar: Hópmynd af krökkunum - Lögreglan sýndi þeim hvernig festa skal hjálminn
VF-myndin: Atli Már Gylfason