Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Lionsklúbbur Njarðvíkur veitir styrki
Fulltrúar Brunavarna Suðurnesja við bílinn sem er í fyrstu verðlaun í happdrætti Lionsklúbbs Njarðvíkur þetta árið.
Þriðjudagur 1. desember 2015 kl. 09:34

Lionsklúbbur Njarðvíkur veitir styrki

Fyrsta sunnudag í aðventu hófst formleg sala á jólahappdrættismiðum hjá Lionsklúbbi Njarðvíkur í Nettó í Krossmóa. Af þessu tilefni veitti Lionsklúbbs Njarðvíkur styrki upp á 1.220.000 krónur til verkefna á Suðurnesjum. Styrkirnir eru veittir af fé sem safnast í árlegu bílahappdrætti klúbbsins.

Brunavarnir Suðurnesja fengu 300.000 króna styrk til kaupa á þremur spjaldtölvum sem settar verða í sjúkrabifreiðar Brunavarna Suðurnesja. Við styrknum tók Jón Guðlaugsson.


Velferðarsjóður Suðurnesja fékk 250.000 krónur frá klúbbnum. Við styrknum tók  Þórunn Þórisdóttir.   



Þjónustumiðstöð eldri borgara á Nesvöllum fékk 320.000 króna styrk til kaupa á skjávarpa. Við styrknum tók Ása Eyjólfsdóttir.

Fjölsmiðjan á Iðavöllum fékk 100.000 króna styrk. Við styrknum tók Þorvarður Guðmundsson. 



Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar fékk 100.000 krónur. Við styrknum tók Haraldur Árni Haraldsson.

Einnig veitti klúbburinn styrki til einstaklinga að upphæð 150.000 krónur. Lionsfélagar hvetja fólk að kíkja við í Nettó og tryggja sér miða.


Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024