Lionsklúbbur Njarðvikur gaf knattspyrnudeildinni hjartastuðtæki
Lionsklúppur Njarðvíkur færði í gær Knattspyrnudeild Njarðvíkur hjartastuðtæki að gjöf. Í kjölfar atburða sem átt hafa sér stað á knattspyrnuvöllum á undanförnum árum og þá sérstaklega í kjölfar þess að ungur leikmaður Bolton Wanderers í ensku knattspyrnunni hné niður nýlega gerði KSÍ könnun á því hjá liðum í Íslandsmóti hvort hjartastuðtæki væru á heimavöllum félaganna. Í flestum tilfellum eru slík tæki til staðar. Hjá Njarðvík var svona tæki ekki til staðar og er þessi gjöf Lionsmanna þvi kærkomin. Stjórnarmenn og starfsmenn deildarinnar munu allir sækja námskeið í notkun tækisins.
Mynd/ Arngrímur Guðmundsson tekur við tækinu frá Hafsteini Ingibergssyni formanni Lionsklúbbs Njarðvikur fyrir leikinn gegn KV í gærkvöld.