Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lionsklúbbar bjóða uppá blóðsykursmælingar
Frá blóðsykursmælingu Lions í Krossmóa í Reykjanesbæ.
Fimmtudagur 12. nóvember 2015 kl. 14:07

Lionsklúbbar bjóða uppá blóðsykursmælingar

Nóvember er mánuður sykursýkisvarna hjá Lions. Að því tilefni bjóða Lionsklúbbar víðsvegar um landið uppá fríar blóðsykursmælingar. Markmiðið er að vekja almenning til umhugsunar um hættuna sem getur stafað af því að ganga með dulda sykursýki.

Lionsklúbbur Grindavíkur mun að vanda bjóða uppá slíkar mælingar sem að þessu sinni munu fara fram í Nettó, föstudaginn 13. nóvember á milli klukkan 13:00 og 16:00

Laugardaginn 14. nóvember frá kl.12:00-16:00 munu Lionsklúbbur Keflavíkur, Lionsklúbbur Njarðvíkur, Lionsklúbburinn Æsa Njarðvík, Lionsklúbburinn Garður, Lionsklúbbur Sandgerðis og Lionessuklúbbur Keflavíkur í samstarfi við Lyfju í Krossmóa, vera í Nettó Krossmóa að bjóða fólki upp á fría blóðsykursmælingu.

Þá verður Lionsklúbburinn Keilir í Vogum með blóðsykursmælingu í Iðndal 2 í Vogum laugardaginn 14. nóvember kl. 13-15.

Markmiðið með átakinu er að vekja almenning til  umhugsunar um hættuna sem getur stafað af því að ganga með dulda sykursýki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024