Lions gefur HSS blóðstorkumæli
Líknarsjóður Lionsklúbbs Keflavíkur hefur fært rannsóknardeild HSS nýtt tæki til blóðstorkumælinga og var það afhent formlega nú fyrir helgi.
Tækið, sem kostar um 450 þúsund krónur, er hálfsjálfvirkt og nýtist mest til mælinga sem gerðar eru við stýringu á blóðþynningu, auk annarra mælinga. Mun tækið hafa stórbætta þjónustu í för með sér fyrir skjólstæðinga HSS en mælingar af þessu tagi munu vera um 2000 á ári.
Mynd: Félagar í Lionsklúbbi Keflavíkur afhenta tækið góða. Með þeim á myndinni eru Sigríður Snæbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri HSS, og Sigurlaug Þráinsdóttir, yfirmeinafræðingur.
VF-mynd: elg
Tækið, sem kostar um 450 þúsund krónur, er hálfsjálfvirkt og nýtist mest til mælinga sem gerðar eru við stýringu á blóðþynningu, auk annarra mælinga. Mun tækið hafa stórbætta þjónustu í för með sér fyrir skjólstæðinga HSS en mælingar af þessu tagi munu vera um 2000 á ári.
Mynd: Félagar í Lionsklúbbi Keflavíkur afhenta tækið góða. Með þeim á myndinni eru Sigríður Snæbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri HSS, og Sigurlaug Þráinsdóttir, yfirmeinafræðingur.
VF-mynd: elg