Lionessur með myndarlegt framlag í Velferðarsjóð Suðurnesja
Velferðarsjóður Suðurnesja hefur tekið á móti 400.000 króna framlagi frá Lionessuklúbbi Suðurnesja. Klúbburinn er einn af bakhjörlum sjóðsins. Lionessur öfluðu peninganna með sölu á jólakrönsum sem þær setja saman í aðdraganda jóla og selja til einstaklinga, fyrirtækja og stofnana.
Á myndinni má sjá frá vinstri þær Eydísi Eyjólfsdóttir, Gunnþórunni Gunnarsdóttur, Þórunni Þórisdóttur og Jóhönnu Júlíusdóttur þegar framlagið var afhent við jólatréð í Keflavíkurkirkju í síðustu viku.