Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lionesklúbbarnir á Suðurnesjum styrkja gott málefni
Fimmtudagur 20. febrúar 2003 kl. 16:20

Lionesklúbbarnir á Suðurnesjum styrkja gott málefni

Lionsklúbbarnir á Suðurnesjum og Lionessuklúbbur Keflavíkur afhentu Þroskahjálp á Suðurnesjum persónulyftu formlega að gjöf í dag á Ragnarsseli. Lyftubúnaður þessi er notaður til að lyfta upp einstaklingum sem ekki getað bjargað sér sjálfir og mun hann koma starfsfólki á Ragnarsseli að góðum notum.Í apríl á síðasta ári stóðu Lionsklúbbarnir á Suðurnesjum og Lionessuklúbbur Keflavíkur fyrir hinu árlega þingi Lionshreyfingarinnar. Ákveðið var í tilefni þingsins að gefa út kynningarblað sem dreift var í öll hús á Suðurnesjum til að kynna starfsemi Lionsklúbbana á svæðinu. Blaðið var fjármagnað með auglýsingum og var afgangurinn af þeim auglýsingatekjum notaður í þetta verkefni. Einnig var ákveðið að styrkja einstakling í Reykjanesbæ vegna læknameðferðar erlendis ásamt því að Gerðaskóli fékk tölvuforritið P.C.S. - Board maker, en það er tjáningarforrit til að nota við sérkennslu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024