Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Línutillögur Landsnets: Bæjarstjórn Grindavíkur óskar frekari gagna
Föstudagur 12. október 2007 kl. 10:06

Línutillögur Landsnets: Bæjarstjórn Grindavíkur óskar frekari gagna

Á fundi Bæjarstjórnar Grindavíkur í fyrradag  var  ekki tekin afstaða til tillagna Landsnets um fyrirhugaðar línuleiðir lögsagnarumdæmi Grindavíkur í tengslum við orkuflutninga vegna fyrirhugaðs álvers í Helguvík. Óskað var eftir frekari gögnum.

Á fundi hjá skipulags og bygginganefnd Grindavíkur þann 13. september  var öllum valkostum Landsnets um orkuflutninga í landi Grindavíkur hafnað. Nefndin samþykkti aðeins háspennulínur meðfram þeim línum sem fyrir eru í sveitarfélaginu.
Málið kom fyrir bæjarstjórn í fyrradag. Í bókun segir að bæjastjórn geti ekki tekið afstöðu til málsins þar sem frekari gögn og skýringar vanti. Afgreiðslu málsins var því frestað og forstöðumanni tæknideildar falið að leita frekari gagna.

Í frétt á vef Grindavíkurbæjar segir frá vettvangsferð bæjarstjórnar Grindavíkur síðastliðinn laugardag um fyrirhuguð virkjanasvæði.  Með í för var byggingarfulltrúi og umhverfisvernd. Á síðunni er einnig tengill á ferli.is þar sem sjá má tillögur Landsnets um línulagnir á Reykjanessskaga „til flutnings á orku í gegnum óbyggðir skagans og helstu náttúruperlur," eins og það er orðað. Slóðin er www.ferlir.is/?id=6796

 

Mynd/grindavik.is: Frá vettvangsferð bæjaryfirvalda síðustu helgi um fyrirhuguð virkjunarsvæði.




 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024