Línubátur með Íslandsmet
Mokveiði var í febrúarmánuði hjá Jóhönnu Gísladóttir ÍS sem Vísir hf. í Grindavík gerir út. Báturinn landaði alls 575 tonnum í einungis fimm löndunum. Þetta er mesti afli sem línubátur hefur landað á einum mánuði hér við land að því er segir á vefnum aflafrettir.com.
Jóhanna Gísladóttir ÍS landaði þessum mikla afla á Þingeyri þar sem að hluti aflans var tekinn til vinnslu en annar hluti aflans var settur í vöruflutningabíl og ekið með til Grindavíkur.