Línu verður skotið um borð í Wilson Muuga
Verið er að undirbúa að skjóta línu út í flutningaskipið Wilson Muuga sem strandaði skammt utan við Sandgerði í nótt. Aðstæður eru erfiðar sökum hvassviðris en gert er ráð fyrir því að áhöfn skipsins verði flutt í land með línu en ekki þyrlu eins og áður hafði verið ákveðið.
Í morgun neitaði áhöfn skipsins að hafa samskpiti við björgunarmenn en samkvæmt mbl.is mun áhöfnin hafa beðið fyrirmæla frá tryggingafélagi sínu um hvernig bregðast skyldi við.
Rétt fyrir klukkan ellefu var skotið æfingaskoti með línu að skipinu og hefur síðan verið gerð ein tilraun til að skjóta línu um borð. Vegna þess hve aðstæður eru erfiðar þurfa björgunarmenn að færa sig alveg niður í flæðarmálið og skjóta línunni þaðan.
Fulltrúar Rannsóknarnefndar sjóslysa eru komnir á staðinn og teknir til starfa.
Heimild: www.mbl.is
Símamynd: Hilmar Bragi Bárðarson/ Björgunarbáturinn af Tríton sem hvolfdi í morgun með þeim afleiðingum að einn maður lést og annar er þungt haldinn á spítala. Enn er verið að leita að líki þess sem lést.